142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

stjórn fiskveiða o.fl.

4. mál
[11:42]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við lestur þessara frumvarpa og breytingartillagnanna verður maður hugsi. Ég held að þingmenn ættu almennt að vera hugsi, hvert þeir eru komnir með þetta kvótakerfi. Menn eru farnir að ræða um gúmmílista og handrið og ég veit ekki hvað, logaritma, um grunntöluna 10 o.s.frv. og ég held að menn ættu að spyrja sig: Hvert er kvótakerfið eiginlega komið?

Ég er móti byggðastofnunarbyggðakvóta. Ég er yfirleitt á móti öllu sem snertir Byggðastofnun bara svo það sé á hreinu. Ég er þar af leiðandi á móti Byggðastofnun eða byggðakvóta þar sem Byggðastofnun er ætlað að tapa.