142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[17:44]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Auðvitað er sjálfsagt mál að hæstv. forseti þingsins útskýri afstöðu sína til þessa máls. Ég er nú ekki með yfirlit yfir verkefni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en það er alveg kýrskýrt í mínum huga að það er einmitt það að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu. Það mál sem við erum hér að tala um snýr ekki að málefnum atvinnuveganefndar eða að sjávarútvegi eða neinu svoleiðis.

Við höfum athugasemdir og viljum spyrja ráðherrann út í það hvernig honum sem ráðherra, framkvæmdarvaldi landsins, dettur í hug að kalla á sinn fund mann sem er að sinna áhugamáli sínu. Það er að vísu vissulega áhugamál sem kemur okkur öllum við (Forseti hringir.) en ég lýsi mig algjörlega andsnúna skoðun forseta í þessu máli. En auðvitað hefur sína skoðun.