140. löggjafarþing — 100. fundur,  16. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:35]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki rétt hjá hv. þingmanni að ekkert hafi breyst. Það hefur einmitt breyst sem ég nefndi í fyrri ræðu minni að það liggur fyrir skoðanakönnun sem sýnir að stór meiri hluti þjóðarinnar vill fá að taka þátt í skoðanakönnun eða kosningu um þetta mál og segja álit sitt á þessum lykilþáttum. (Gripið fram í.) Þá hlýtur að skjóta svolítið skökku við að Sjálfstæðisflokkurinn, sem talar hér síendurtekið um að málið sé ekki tækt og það sé ekki nokkur leið að fara fram með málið á þessu stigi meðan verið er að vinna að því, sé tilbúinn að leggja fram fjölda breytingartillagna við framkomna þingsályktunartillögu, tillögur um viðbótarspurningar í þessum kosningum. Ég spyr: Hvernig getur það gengið upp? Er það ekki það sem er svolítið flókið og illskiljanlegt fyrir þjóðina að annars vegar kemur flokkurinn og segir að það sé alveg út í hött að halda kosningar, hann sé alfarið á mótið því, en ætlar samt að flytja hér 10 breytingartillögur og bæta við spurningalistann?