149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá utanríkisráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 1281, um hagsmunagæslu í tengslum við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, frá Njáli Trausta Friðbertssyni; frá dómsmálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 1147, um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs, frá Þorsteini Sæmundssyni; og loks frá félags- og barnamálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 1034, um áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum, frá Birni Leví Gunnarssyni;á þskj. 1089, um nefndir, starfshópa, faghópa og ráð á vegum ráðuneytisins, frá Ingu Sæland; á þskj. 1002, um ábyrgð á vernd barna gegn einelti, frá Jóni Þór Ólafssyni; á þskj. 967, um tillögur að breyttu greiðslufyrirkomulagi á dvalar- og hjúkrunarheimilum, frá Unni Brá Konráðsdóttur; og loks fyrirspurn á þskj. 1289, um úrræði umboðsmanns skuldara, frá Ólafi Ísleifssyni.