149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

hollustuhættir og mengunarvarnir.

512. mál
[16:15]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil nefna forystu í þessu mikilvæga máli, annars vegar Margréti Gauju Magnúsdóttur, sem lagði árið 2013 fram þingsályktunartillögu um að draga úr plastpokanotkun, tillögu sem var loks samþykkt 2015. Hins vegar vil ég nefna Margrete Auken, sem lóðsaði þá tilskipun sem hér er verið að samþykkja í gegnum Evrópuþingið og náði að breyta veikum tilmælum tillögutextans í þau skýru og bindandi markmið sem hér gilda fyrir aðildarríki.

Þessi bolti fór að rúlla 2013. Það þurfti enga spádómsgáfu til að sjá hvert stefndi. Plastpokabann mun loks taka gildi 2021.

Framtíðin okkar, aðgerðir strax! er hrópað á Austurvelli.

Það má vera okkur umhugsunarefni að það taki átta ár að klára jafn einfalda aðgerð og að banna einnota plastpoka. Við þurfum að gera betur.