Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

aðgerðir vegna fíkniefnavanda.

[10:59]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Það er ekkert verið að finna upp hjólið í þessum málum. Þetta hefur verið gert í öðrum löndum. Þetta er ekki svona flókið, að við þurfum einhvern veginn að vesenast í því hvernig nákvæmlega er hægt að útfæra þetta í lögum hér á Alþingi. Það á bara að byrja á að gera þetta. Við erum að spila hérna leik með líf fólks. Hæstv. ráðherra þekkir það alveg sem þjálfari þegar hann er að spila leik, kominn ekki 1–0 undir, ekki 2–0 undir, ekki 10–0 undir — hversu mörg líf erum við að tala um hérna? — þá breytum við, við skiptum um, við hættum að spila þann leik sem leiðir til þess að við töpum. Við hættum jafnvel að spila þennan fótbolta yfirleitt af því að hann kostar mannslíf. Við þurfum að velja einhvern annan leik, leik þar sem líf eru ekki undir heldur — afsakið, forseti, ég á bara erfitt með mig hérna því að skammsýni sumra þingmanna hér í óundirbúnum fyrirspurnum leggst dálítið þungt á mig. Mér finnst gríðarlega sjálfhverft einhvern veginn að horfa á þetta einhvern veginn sem — bara afsakið.