Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. .

390. mál
[11:28]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það að ég er sammála því að aðkoma almennings er mikilvæg í þessum málum sem og öðrum. Og þetta er náttúrlega ekki það fyrsta — ef fyrirtækið fer af stað til að fá leyfi fyrir fiskeldi í sjó eða á landi eða hvar sem er, þá er þetta ekki eini úrskurðurinn, málið er lengra og það eru fleiri stig. Ágreiningurinn felst kannski í þessari viku. Ég get ekki sagt að það sé nægilegt fyrir alla eða hvort vika sé heilög tala, heilagur tími. En alla vega tek ég undir það að aðkoma almennings er mikilvæg og ég held að fyrir fólk sem virkilega hefur áhuga og aðkomu og þekkingu þá ætti þetta að duga.