Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.

1028. mál
[14:34]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla bara að árétta það sem ég sagði hérna í ræðu minni og kemur fram þar af leiðandi í framsögu málsins. Til þess að þetta gangi upp þá mun Vinnumálastofnun, væntanlega fyrir hönd félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, óska eftir undanþágu til að taka eitthvert húsnæði. Framkvæmdasýslan og ríkiseignir fara þá í það verkefni. Við munum án efa byrja á eignum í eigu ríkisins, það er einfaldlega hagkvæmast, og síðan er farið í það ferli sem er nánar lýst í frumvarpinu, svo að það sé sagt. Ég ætla bara að vitna í orð mín, frú forseti:

„Aftur á móti er ekki gert ráð fyrir að heimilt verði að víkja frá skilyrðum um almennt öryggi samkvæmt 12. kafla byggingarreglugerðar. Áður en húsnæðið verður tekið í notkun þarf skoðun byggingarfulltrúa, slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits hafa farið fram til staðfestingar á því að viðeigandi kröfur um öryggi, brunavarnir og hollustuhætti séu uppfylltar.“