154. löggjafarþing — 100. fundur,  22. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[19:28]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir gott svar. Ég hlakka til að berjast ásamt hæstv. ráðherra, hvort sem við verðum í stjórn eða stjórnarandstöðu á komandi kjörtímabilum, fyrir því að halda áfram að hækka þessa tölu. Mig langaði í seinna andsvarinu að fjalla aðeins um það að framlögin á Íslandi fara að miklu minna leyti í gegnum frjáls félagasamtök. Samkvæmt upplýsingum frá OECD fara um 9,5% af þróunarsamvinnufé á Íslandi í gegnum frjálsu félagasamtökin en í Danmörku eru þetta 27,3%, í Noregi 28% og í Svíþjóð 34,8%.

Mig langaði að spyrja: Hyggst hæstv. ráðherra beita sér fyrir auknu fé í gegnum frjáls félagasamtök?