132. löggjafarþing — 100. fundur,  5. apr. 2006.

Form fyrirspurnar.

[15:24]
Hlusta

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Mér fannst af orðum hæstv. ráðherra að verið væri að bera mér á brýn að formgalli væri á þessari fyrirspurn af því að í henni er minnst á Baugsmálið. Ég mun þá gera aðra tilraun til að leggja fram fyrirspurn til hæstv. ráðherra þar sem ég tek út þetta um Baugsmálið og spyr hann beint hvort hann telji að breyta þurfi skattalögunum og samræma lög um hlutafélög, skattalög og lög um ársreikninga, hvort hann sé sammála því að mistök hafi verið gerð við innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins og hvort hann telji rétt að breyta ársreikningslögunum til að skýra hvað er lán í skilningi laganna.

Ég mun því verða við ósk sem mér finnst liggja í orðum hæstv. ráðherra að taka út allar tilvísanir í Baugsmálið og leggja fram aðra fyrirspurn í þessu efni.