143. löggjafarþing — 100. fundur,  29. apr. 2014.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn.

565. mál
[20:56]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég lagði enga lykkju á leið mína nema til að elta hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur í hennar röksemdafærslu og spurningum.

Varðandi atriði sem kom fram í fyrra andsvari hv. þingmanns, þar sem var verið að lýsa því að við værum með einhverjum hætti, ég held að hún hafi notað orðalagið að samþykkja „blankó tékka“, vil ég taka það fram að þrátt fyrir að formleg birting gerðarinnar hafi ekki átt sér stað á vettvangi Evrópusambandsins og muni ekki eiga sér stað fyrr en á morgun þá hefur endanlegt efnisinnihald málsins legið ljóst fyrir frá því fyrir páska, frá 14. apríl sl. Það er auðvitað skammur tími en það er þó ekki þannig að við getum átt von á því að það sem við erum að samþykkja, að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara, muni breytast efnislega með neinum hætti þangað til það tekur gildi.