150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þetta er mjög einföld breytingartillaga. Við í fjárlaganefnd fengum, og velferðarnefnd líka, minnisblað og útreikninga frá ráðuneytinu um áfallinn kostnað vegna faraldursins fyrir heilbrigðiskerfið. Það var sundurliðað niður á stofnun og fleira og uppsafnaður kostnaður var rétt rúmir 3,5 milljarðar sem eru fjárheimildir sem við þurfum hvort eð er að dekka einhvern tímann á árinu. Að sjálfsögðu eigum við að gera það strax og ættum í rauninni að vera að fá betri greiningar um það hver kostnaðurinn er síðan þá. Þetta er síðan um miðjan apríl þannig að augljóslega eru þarna fjárheimildir sem vantar upp á og við leggjum einfaldlega til að þær verði samþykktar núna strax.

Ég segi já.