150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:46]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við fjöllum um tillögu frá Viðreisn þar sem í 3. lið er gert ráð fyrir að veita 5 milljarða kr. til tveggja verkefna. Annað verkefnið gengur út á að veita 2,5 milljarða til Vegagerðarinnar í þörf, góð og brýn verkefni, en hinn hluti tillögunnar, 2,5 milljarðar, á að ganga til að flýta framkvæmdum við borgarlínu. Miðflokkurinn getur ekki stutt það mál og munum við ekki greiða atkvæði um 3. liðinn þess vegna. Við teljum að borgarlína sé illa undirbúið og óljóst loforð inn í framtíðina til mikilla útgjalda. Þetta er þá bara byrjunin á því sem koma skal þar sem borgarstjórnarmeirihlutinn með borgarstjórann í fararbroddi hefur teymt ríkisstjórnina inn í þetta verkefni.

Við getum því ekki greitt atkvæði með þessari tillögu sem er ágæt að öðru leyti.