Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

afglæpavæðing fíkniefna.

[10:40]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Herra forseti. Það er ágætt að heyra að það sé von á minnisblaði og einhverri vinnu við það að meta hvernig megi takast á við þann gríðarlega vanda sem samfélagið stendur frammi fyrir vegna fíkniefnanotkunar. En ég spyr hæstv. ráðherra hreint út núna: Mun hæstv. ráðherra halda sig við lögleiðingu fíkniefna eða afglæpavæðingu, eins og það er kallað í fegrunarskyni, við þessar aðstæður? Óhjákvæmilega mun það leiða til aukins aðgengis, aukins sýnileika fíkniefna, lægri þröskulda, minni hindrana á neyslu slíkra efna. Getur hæstv. ráðherra staðfest það núna við þingið að horfið verði frá þeim áformum?