Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

afglæpavæðing fíkniefna.

[10:46]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir að koma inn á þessa mikilvægu fjárfestingu í heilbrigði þjóðarinnar. Ég vil kalla þetta fjárfestingu í heilbrigði þjóðarinnar. Hún snýst auðvitað fyrst og síðast um þá sem þurfa, þjónustuþegana, og um aðbúnaðinn fyrir starfsfólkið. Það blasir algerlega við. Sú kynning sem fór fram hér á dögunum var svokölluð fyrsta áfangaskýrsla sem kom frá NLSH ohf. og NLSH-stýrihópi um mat á fasteignum og hvað við getum nýtt af eldri fasteignum, fullfjármagnaða fjárfestingu þar til meðferðarkjarna og rannsóknarhúsi verður skilað og þær dagsetningar. En fyrst og síðast er þetta auðvitað fyrir fólkið okkar, það blasir algerlega við öllum. Það kom mjög vel fram á þeirri kynningu sem við höfðum á spítalanum að þetta snerist fyrst og fremst um aðbúnaðinn fyrir fólkið okkar.