Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

Áætlun um uppbyggingu innviða heilbrigðiskerfisins.

[11:08]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég ítreka þakkir til hv. þingmanns. Við skulum bara taka eitt dæmi. Hér liggur fyrir þinginu aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum og það eru aðgerðir sem hvíla á stefnu sem þingið samþykkt fyrir ári síðan. (Gripið fram í.)Þar liggja fullt af svörum, ég get auðvitað farið yfir það. Þar eru fjölmargar aðgerðir sem við erum að fara í. (ÞorbG: Ófjármagnaðar.) Þær eru fjármagnaðar á þessu ári og mestmegnis inn á næsta ár. (Gripið fram í.) Það er verið að vinna í því að tímasetja þá fjármögnun og þá væntanlega inn í næstu fjármálaáætlun. Ég tek bara eitt dæmi. Ég var að svara fjölmörgum hv. þingmönnum í mjög góðri umræðu um það verkefni sem blasir við okkur í þessum ópíóíðafaraldri og þar var ég að draga fram öll þau verkefni sem við erum að vinna í, fjölmargt vel gert en það þarf að bæta í og það þarf að gera margt betur. Ég fór mjög vel yfir það áðan. (Forseti hringir.) — Kannski hæstv. forseti gæti gefið mér örlítið meiri tíma til að gefa meiri svör en ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa umræðu.