Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. .

390. mál
[11:25]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Það er ekki verið að draga að neinu leyti úr þátttöku almennings í þessu og ég held að það sé mjög nauðsynlegt, svo ég taki undir það. En yfirleitt er það nú þannig að þau sem fylgjast með þessum málum gera það frá því að málið hefst og geta þá brugðist við innan ákveðins tíma og eru tilbúin að komast yfir þetta. Hvort lagatextinn sé ákveðið torf — ég held að það sé nú alltaf þannig þegar maður kemur að þessu í fyrsta skipti, hann getur verið það, og ef maður þekkir ekki til laganna þá þarf bara að bera saman og annað. Ég held að það sé í öllum málum. En ég tek undir að það er mikilvægt að almenningur komi að þessu en ég held að vika ætti alveg að duga vegna þess að yfirleitt er verið að fylgjast með þessu frá upphafi málsins.