Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

538. mál
[15:35]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Gísli Rafn Ólafsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Þetta stangast á við önnur gögn sem komu fram, m.a. í umsögnum sem við fengum, ef ég man rétt, frá Ungum umhverfissinnum og Landvernd.

Svarið frá ráðuneytinu var ekki fullnægjandi vegna þess að það tók ekki tillit til þessarar auknu toggetu sem síðar kom fram eftir að þetta minnisblað kom, sem að sjálfsögðu hefur meiri áhrif á hafsbotninn og umhverfið og losun úr setlögum.

Það sem ég kvartaði yfir á fundum nefndarinnar og við ráðuneytið var að við fengum ekki fullnægjandi gögn til að sýna fram á að þetta hefði ekki þessi áhrif. Á meðan við fáum ekki fullnægjandi gögn hvað þetta varðar getum við ekki tekið ákvarðanir sem skapa hættu á því að hafa slæm og óafturkræf áhrif á lífríkið og valda jafnvel meiri losun.

Ég vænti þess þegar ég spurði ráðuneytið þessarar spurningar að við fengjum einhver gögn um það, ekki tveggja lína svar sem ekki bendir á nein gögn.