136. löggjafarþing — 101. fundur,  12. mars 2009.

leikskólar og grunnskólar.

390. mál
[15:29]
Horfa

Frsm. menntmn. (Einar Már Sigurðarson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Bara örstutt, ég tek undir með hv. þm. Álfheiði Ingadóttur, ég held að það sé afar mikilvægt að þetta ákvæði í barnalögum verði skoðað sérstaklega og tekið tillit til þeirrar niðurstöðu sem komist hefur verið að um að eingöngu megi koma upplýsingum á munnlegan hátt til forsjárlausra foreldra. Ég held að það geti í afar mörgum tilfellum verið mjög hæpið, þótt varlega sé orðað, að hafa þann háttinn á. Ég endurtek að niðurstaða okkar varðandi þann þáttinn er fyrst og fremst samræmingarþáttur og við vildum tryggja að það væri ekkert vafamál, það væri samræmi á milli laganna. Ef barnalögum verður breytt gildir það að sjálfsögðu einnig um þessi lög.