144. löggjafarþing — 101. fundur,  4. maí 2015.

um fundarstjórn.

[17:35]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langar að beina bón til virðulegs forseta, og sömuleiðis hæstv. fjármálaráðherra vegna þess að það vill svo til að hann er hér í þingsal, eins og hann er svo duglegur við, um hvað þingheimur á að gera varðandi þessa hegðun hæstv. forsætisráðherra. Ef við komum hingað í pontu og kvörtum yfir hegðun forsætisráðherra, sem almættið veit að við gerum mikið af, er kvartað undan því að við kvörtum og það ýmist kallað tafir eða hvað, nokkuð sem við höfum nákvæmlega enga ástæðu til að gera nú frekar en svo oft áður.

Hvað eigum við að gera? Eigum við að biðja hæstv. forsætisráðherra um að vinsamlegast vera hérna og ljúka umræðu sem hann ætti samkvæmt öllum þeim hefðum sem ég þekki að gera? Eigum við að grátbiðja hann? Eigum við að — (Gripið fram í.) Hvað eigum við að gera, virðulegi forseti? Okkur vantar svar, þetta gengur ekki.