150. löggjafarþing — 101. fundur,  11. maí 2020.

nauðungarsala.

762. mál
[17:59]
Horfa

Flm. (Jón Þór Ólafsson) (P) (andsvar):

Forseti. Mig langaði bara að geta þess að mér láðist að láta prenta málið upp með nafni hv. þm. Birgis Þórarinssonar, sem hafði sagt mér hér á hlaupum að hann styddi frumvarpið og óskaði eftir því að vera á því. Ég sendi nefnilega póst á alla þingmenn þar sem þeim var boðið að vera meðflutningsmenn. Ég fór yfir í dag til að láta prenta málið upp bara einu sinni, var ekkert að ónáða starfsfólk með það, og fór yfir þá sem höfðu sent inn ósk um að vera á málinu en láðist að nefna hv. þingmann.