Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 101. fundur,  2. maí 2023.

afsal þingmennsku.

[13:45]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf frá 5. þm. Norðvest., Haraldi Benediktssyni, þar sem hann segir af sér þingmennsku frá og með 30. apríl 2023. Bréfið er svohljóðandi:

„Með bréfi þessu segi ég af mér þingmennsku frá og með 30. apríl 2023, þar sem ég tek við starfi bæjarstjóra Akraness frá 1. maí 2023. Ég þakka alþingismönnum og starfsmönnum Alþingis gott samstarf og góða viðkynningu síðastliðin 10 ár, frá þeim tíma að ég var fyrst kjörinn, 27. apríl 2013. Alþingi óska ég allra heilla í störfum sínum.

Vestri-Reynir, 27. apríl 2023.

Virðingarfyllst Haraldur Benediktsson, 5. þm. Norðvesturkjördæmis.“

Ég vil að þessu tilefni að sjálfsögðu færa Haraldi Benediktssyni þakkir fyrir störf hans á Alþingi á undangengnum árum og ég óska honum fyrir hönd okkar allra farsældar í þeim störfum sem hann tekur sér fyrir hendur.

Við þingmennskuafsal Haraldar Benediktssonar tekur Teitur Björn Einarsson sæti hans á Alþingi og verður 5. þm. Norðvest.

Teitur Björn Einarsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og býð ég hann velkominn til starfa.