Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 101. fundur,  2. maí 2023.

stjórn fiskveiða.

539. mál
[15:04]
Horfa

Sigurjón Þórðarson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þó svo að við í Flokki fólksins séum áfram um vistvænar lausnir erum við ekki alveg tilbúin að taka þátt í þeim hráskinnaleik sem hæstv. matvælaráðherra leggur hér á borð fyrir okkur að við eigum að greiða atkvæði um. Það er einfaldlega svo að sá ávinningur sem er hér í boði fyrir smábátasjómenn er nánast enginn. Hér er bara um sýndartillögu að ræða þannig að hæstv. matvælaráðherra og félagar hennar í Vinstri grænum geti hulið sig í einhverri grænni slikju þegar raunin er sú að flokkurinn er í hverju frumvarpinu á fætur öðru miklu frekar að leggja stein í götu smábátaútgerðar en hitt. Við í Flokki fólksins ákváðum því að sitja hjá í þessari atkvæðagreiðslu. Við styðjum markmið frumvarpsins en ekki svona hráskinnaleik í boði Vinstri grænna.