154. löggjafarþing — 101. fundur,  23. apr. 2024.

lagareldi.

930. mál
[17:26]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Forseti. Já, varðandi það hvernig ríkisstjórnir sýna því mismikinn áhuga að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu þá held ég að það smiti alveg inn í þetta mál. Hér hefur t.d. hæstv. ráðherra vísað í það að það sé hennar vilji og hennar flokks að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá en það skiptir máli hvernig það er gert. Þegar við fengum hér frumvarp frá þáverandi hæstv. forsætisráðherra um auðlindaákvæði veturinn 2020 til 2021 þá kom í ljós að ef það ákvæði hefði orðið að stjórnarskrárgrein þá hefði ekki þurft að breyta neinu í lögum um fiskveiðistjórnarkerfið. Hvers konar sýn eru þessir flokkar með á auðlindamálin, á grundvöll þess sem við ræðum hér í dag, (Forseti hringir.) ef það besta sem þeir geta gert til að bæta stjórnarskrána hefur engin áhrif á kvótakerfið? Framsóknarmenn allra flokka, það er kannski málið.