140. löggjafarþing — 101. fundur,  18. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[18:21]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni þetta svar. Aðeins varðandi það atriði sem hann nefndi í lok ræðu sinnar um Evrópusambandsaðild, ég veit að hv. þingmaður er mikill áhugamaður um að við göngum ekki í Evrópusambandið og nú hefur það verið að gerast, síðast í dag í fyrirspurnatíma til ráðherra, að hæstv. umhverfisráðherra lýsti því sem sinni skoðun að það ætti að leggja það fyrir þjóðina hvort halda skuli þessum viðræðum áfram eða gefa þjóðinni kost á því að kjósa um það á þessu kjörtímabili. Við vitum að hv. þm. Árni Páll Árnason viðraði svipaðar skoðanir í upphafi vikunnar þar sem hann talaði um að það væri kannski nauðsynlegt til að frelsa þetta mál úr skotgröfum stjórnmálanna.

Heldur hv. þingmaður kannski að nú sé lag, að nú sé staðan þannig á þinginu að þessi tillaga komi fram og verði samþykkt? (Forseti hringir.) Hér liggur fyrir ein breytingartillaga. Hver er trú hv. þingmanns? Heldur hann að sú breytingartillaga (Forseti hringir.) fengist jafnvel samþykkt hér?