141. löggjafarþing — 101. fundur,  13. mars 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[13:40]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég fagna því að okkur hafi tekist loksins að klára málið enda búið að vera á borði allsherjar- og menntamálanefndar allnokkra hríð og töluvert mikið um endurtekið efni, en mér finnst þetta skref í rétta átt. Ég hefði viljað ganga lengra. Ég er svolítið hrædd um út frá þeirri þróun sem á sér stað í fjölmiðlaheimum að þetta verði úrelt ansi hratt. En samt er búið að setja ákveðnar aukaundirstöður undir okkar ágæta almannafjölmiðil sem nýtur mikils trausts í samfélaginu og er það vel. En ég hefði viljað ganga lengra varðandi RÚV og umfjöllun um stjórnmál, kosningar, þjóðaratkvæðagreiðslur og pólitíska pósta, en mér finnst þetta skref í rétta átt. Ég mun styðja tillögu Sivjar á eftir, (Forseti hringir.) finnst hún góðra gjalda verð og vona að þingmenn muni gera slíkt hið sama.

(Forseti (ÁRJ): Forseti minnir hv. þingmenn á að nefna hv. þingmenn fullu nafni úr ræðustól Alþingis.)