150. löggjafarþing — 101. fundur,  11. maí 2020.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 og nr. 305/2019 um breytingar á IX. viðauka við EES-samninginn.

614. mál
[16:48]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Sigríður Á. Andersen) (S):

Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti utanríkismálanefndar sem liggur fyrir á þskj. 1351. Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund fulltrúa frá utanríkisráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta nokkrar ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar sem reifaðar eru í þessu þingskjali.

Framsetning tillögunnar telst að mati nefndarinnar í samræmi við 7. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála og leggur nefndin því til að tillagan verði samþykkt. Undir það rita, fyrir utan þá sem hér stendur, Ari Trausti Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Smári McCarthy og Þorgerður K. Gunnarsdóttir, en Logi Einarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.