Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 101. fundur,  2. maí 2023.

mannabreytingar í nefndum.

[13:47]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill tilkynna að honum hefur borist erindi frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins um mannaskipti í nefndum, samanber 1. mgr. 16. gr. þingskapa, þannig að Njáll Trausti Friðbertsson taki sæti sem aðalmaður í fjárlaganefnd en Teitur Björn Einarsson verði varamaður í sömu nefnd í stað Njáls Trausta Friðbertssonar. Einnig tekur Teitur Björn Einarsson sæti sem aðalmaður í utanríkismálanefnd í stað Njáls Trausta Friðbertssonar. Þá tekur Teitur Björn Einarsson sæti í atvinnuveganefnd.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.