Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 101. fundur,  2. maí 2023.

tónlist.

542. mál
[16:47]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Loga Einarssyni fyrir andsvarið. Nú var það þannig að í umræðum nefndarinnar ræddum við mjög mikið saman um tónlistarlög og tónlistarstefnu, fengum oft gesti í báðum málum og ræddum þessi mál saman. Það var ekki tekin sérstök umræða um þessi mál í tónlistarlögunum en það var gert í tónlistarstefnunni. Það eru mörg markmið þar sem lúta sérstaklega að tónlistarlífi úti á landi. Það var ekki rætt sérstaklega um Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Það er náttúrlega mjög mikið tónlistarlíf úti um allt land og því er mjög mikilvægt að tryggja að við séum með tónlistarmiðstöð, eins og við erum að tala fyrir í þessu máli, sem þjónustar úti um allt land. Ég er samt sammála því að við hefðum þurft að taka sérstaka umræðu í nefndinni um þetta og bara þakka fyrir ábendinguna frá hv. þingmanni. Ég er samt alveg á því að bæði stefnan og tónlistarlögin muni ná utan um þetta og legg áherslu á að tónlistarmiðstöðin mun líta sérstaklega út fyrir höfuðborgarsvæðið og styrkja þær stofnanir sem eru stórar úti á landi til að tryggja stöðu tónlistar úti um allt land.