Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 101. fundur,  2. maí 2023.

stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála o.fl.

735. mál
[16:56]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurjóni Þórðarsyni fyrir andsvarið. Ég tek undir orð þingmannsins þegar hann talar um mikilvægi aðkomu þessara stofnana að þessum ákveðnu stefnum. En það segir sig sjálft að það verður ekki gerð byggðaáætlun án aðkomu Byggðastofnunar, þótt það sé ekki beint inni í samráðshópnum þá hefur það alltaf verið alveg klárt og frá því gengið. Fleiri vilja náttúrlega aðgang að þessu ráði eins og t.d. Öryrkjabandalagið, Vegagerðin, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins, Bændasamtökin o.fl., en það er alltaf leitað til þessara lykilstofnana sem við eigum um landið. Það segir sig sjálft að það er náttúrlega óhugsandi að gera byggðaáætlun án aðkomu Byggðastofnunar.