144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[22:11]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég ber þá von í brjósti að almenningur sé ekki búinn að gleyma einkavæðingu bankanna á árunum eftir 2000. Það voru svo yfirgengilegir atburðir og framkvæmd á því öllu saman að það ætti auðvitað að vera skólabókardæmi sem væri víti til varnaðar í kennslu í háskólum í viðskiptafræði, siðfræði og þess vegna guðfræði, svo að því sé bætt við. Vonandi var það eitthvað sem við lærum af. Nú finnst mér verið að draga okkur aftur á þann stað. Ég held að almenningur í landinu láti ekki bjóða sér það. Við erum fulltrúar almennings í landinu hér á hinu hv. Alþingi og verðum að tala (Forseti hringir.) fyrir því að ekki sé boðlegt að fara með þessa hluti aftur í sama farveg.