144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[22:17]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég er sammála því að ég tel að hægt sé að búa svo um hnúta að með því fyrirkomulagi sé hægt að gæta ýtrustu armslengdarsjónarmiða. Það má vel vera að eins og frumvarpið er búið núna — ég hlustaði á ræðu hæstv. ráðherra, hann var tilbúinn að hlusta á alla slíka faglega nálgun, þannig að ég vil í fyrsta lagi fyrir fram ekki gefa mér það að það sé ekki hægt, og í öðru lagi eins og ég sé frumvarpið þá trúi ég því að hægt sé að búa svo um hnúta.

Mig langar að spyrja um svona opið og gagnsætt söluferli, að þá er jú gert ráð fyrir því að Ríkiskaup skuli annast hina formlegu sölumeðferð. Ríkisendurskoðun hefur eftirlit og svo skal að lokinni sölumeðferð, (Forseti hringir.) ef og þegar til þess kemur, þá leggi ráðherra fyrir Alþingi skýrslu um sölumeðferð. Hefur hv. þingmaður enga trú á því formi?