145. löggjafarþing — 102. fundur,  20. apr. 2016.

rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga.

[16:12]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég held að við getum nú öll verið sammála um það að virðing þingsins er ekki dapurleg út af því sem hv. þm. Jón Gunnarsson sagði hér áðan. Nei, virðing Alþingis er ekki mikil út af því að ekki er hægt að finna leiðir til að sýna þverpólitíska samstöðu um mikilvæg mál eins og til dæmis það mál sem hér er til umræðu. Það væri eðlilegt, í ljósi þess sem hér hefur átt sér stað, að allir þingmenn mundu í það minnsta styðja það að málið færi á dagskrá þannig að við sæjum hver vilji Alþingis væri. Það að geta ekki gert svo einfaldan hlut eða framkvæma svo einfaldan hlut eins og að sýna vilja þingsins er meðal annars ástæðan fyrir því að virðing Alþingis hefur fallið. Fyrir því eru margar ástæður, meðal annars aðalfrétt allra helstu fjölmiðla heimsins fyrir um það bil tveimur vikum síðan.