131. löggjafarþing — 102. fundur,  4. apr. 2005.

Fsp. 1.

[15:04]

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S):

Virðulegi forseti. Eins og hv. þingmenn vita og þekkja skiptir orðið mjög miklu máli að eiga greiðan aðgang að því sem við köllum lén. Ekki hafa verið talin nein vandkvæði á að afla sér slíkra kenninafna, ef svo mætti segja, en uppi hafa verið umræður um þetta síðustu vikurnar eins og fram kemur hjá hv. þingmanni.

Í samgönguráðuneytinu hefur ekki verið tekin nein afstaða til þess sem hv. þingmaður nefnir en það er sjálfsagt að fara yfir það mál og skoða rækilega með þeim aðilum sem að þessu koma. Ráðuneytið hefur sem sagt ekki tekið neina afstöðu til þessa vandamáls eins og sakir standa. Það eru vafalaust ríkar ástæður til að fara yfir þetta mál en ég held að það sé ekki neitt stórkostlegt vandamál eins og sakir standa.