139. löggjafarþing — 102. fundur,  29. mars 2011.

tóbaksvarnir.

579. mál
[15:30]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er bara á því að það eigi að verðleggja nautnalyf svona í samræmi við markaðsverð þeirra í kringum okkur og taka inn í reikninginn þann kostnað sem leggst á heilbrigðisþjónustuna af völdum þessara lyfja. En hvernig á að reikna það út t.d. með neftóbak sem er leyft? Nú veldur það sjálfsagt einhverjum kvillum sem heilsugæslan gæti reiknað út en þar í mót kemur að til að mynda neftóbak hjálpar mönnum að halda sér vakandi. Hvað hefur neftóbak afstýrt mörgum slysum þegar bílstjórar fá sér í nefið í staðinn fyrir að keyra beint út af veginum og stórslasa sig og eyðileggja ökutæki sitt? Þetta er dálítið erfiður reikningur en mér finnst allt í lagi að taka allar mögulegar breytur inn í verðlagningu á nautnalyfjum sem þessum.