Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 102. fundur,  3. maí 2023.

fæðingar- og foreldraorlof.

955. mál
[16:50]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Mig langar bara að nýta tækifærið og þakka hv. framsögumanni, Jóhanni Páli Jóhannssyni, fyrir góða framsögu og athyglisverðar tillögur. Eins og hv. þingmaður benti á er margt sem þarf að laga í núverandi fæðingarorlofskerfi og það er von mín að þeir hæstv. ráðherrar sem þetta fellur undir, ég veit ekki hvort það fellur allt undir sömu ráðherrana, taki þessum tillögum með opnum hug þrátt fyrir að þetta komi frá þingmönnum og nýti sér vonandi einhverjar þessara hugmynda í vinnu innan ráðuneytanna þegar kemur að endurskoðun þessara hluta.