141. löggjafarþing — 103. fundur,  14. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[18:27]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst varðandi 31. gr. Ég nefndi það í ræðu minni áðan að mér finnst þurfa skýringar á þessu því að þarna virðist sem Umhverfisstofnun eigi að hafa einhvers konar leyfisveitingarvald og þurfi þá að sækja fyrst til Umhverfisstofnunar ef þeir aðilar sem þarna eru taldir upp þurfa að aka utan vega. Ég vek sérstaklega athygli á lögreglu og sjúkraflutningum, svo er hægt að nefna landbúnaðarstörf og annað. Ég tek undir að það er mjög sérstakt.

Varðandi ferðir eins og vitnað er til í 46. gr. þurfum við að velta fyrir okkur ef það á að takmarka mjög umferð um náttúruna til hvers þessi friðun sé ef ekki má horfa á náttúruna og njóta hennar. (Forseti hringir.) Við hljótum að vilja að sem flestir njóti íslenskrar náttúru.