149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:15]
Horfa

Páll Magnússon (S):

Virðulegur forseti. Mér þykir mjög miður að geta ekki stutt þetta frumvarp. Ég greiddi öllum greinum þess atkvæði eftir 2. umr. að frátalinni 4. gr. þess þar sem ég sat hjá í trausti þess líkt og hv. þm. Óli Björn Kárason lýsti hérna áðan. Ég tel með öðrum orðum að frumvarpið sé gott að flestu eða öllu öðru leyti en því sem varðar vikufjöldann og sérstaklega þykir mér frumvarpið gott í því sem snýr að sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Hins vegar er sú óbilgirni og það tillitsleysi gagnvart gildum sjónarmiðum fjölda fólks sem felst í því að böðla 4. gr. óbreyttri í gegn, það gengur hreinlega fram af mér. Þetta knýr mig til að segja nei, virðulegi forseti. Nei.

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir nei, það telur bara einu sinni.)

[Hlátur í þingsal.]