149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[19:07]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vildi bara minna á að mjög sambærilegt mál — sem sumir vilja meina að hafi verið það sama — fór til allsherjar- og menntamálanefndar á þarseinasta kjörtímabili og mér fannst persónulega að kannski ætti málið best heima þar en ætlaði að spara hv. Alþingi sporin og vera ekki að greiða hér atkvæði um einhvern algjöran óþarfa.