151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[13:48]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni leggjumst gegn áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næsta kjörtímabil. Við erum í grundvallaratriðum ósammála þeirri leið sem stjórnarflokkarnir vilja fara og við höfnum gamaldags leið þeirra upp úr efnahagslægðinni með niðurskurði og tilheyrandi innviðaskuldum. Við leggjum fram breytingartillögur sem miða allar að því að fjölga störfum, auka græna verðmætasköpun, bæta heilsu og öryggi fólksins í landinu og bæta kjör barnafólks og þeirra hópa sem verst eru settir í samfélaginu. Því náum við fram með réttlátri tekjuöflun og með jöfnuð að leiðarljósi.