139. löggjafarþing — 103. fundur,  30. mars 2011.

landlæknir og lýðheilsa.

190. mál
[14:36]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Meðal þess sem nú verða greidd um atkvæði er heiti hinnar nýju stofnunar. Ég hef lagt fram breytingartillögu um að hún heiti „embætti landlæknis“ í gömlum og góðum stíl. Það embætti hefur verið til í fjórðung þúsaldar, 250 ár, og einu betur. Ég vona að þingmenn sjái hina sögulegu hefð sem þörf er á að hafa í því efni og greiði atkvæði í samræmi við sinn þjóðernislega metnað [Hlátur í þingsal.] og það sögulega samhengi sem skapaðist þegar Friðrik V. skipaði Bjarna Pálsson, þann sem ferðaðist með Eggerti, landphysicus hér uppi á Íslandi til þess að gæta að lýðheilsu Íslendinga. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)