149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[19:04]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með þingmanninum að það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Síðast þegar þetta mál kom fyrir þingið fór það til allsherjar- og menntamálanefndar. Þær athugasemdir sem einna mest áberandi voru sneru að lýðheilsumálum og við þeim hafa flutningsmenn málsins brugðist að nokkru leyti með því að láta þessa útgáfu málsins ná til laga um landlækni og lýðheilsu.

Í mínum huga er þetta einfalt. Ja, ekki einfalt, en þetta mál á mögulega heima í þremur ólíkum nefndum. Hvar sem ábyrgðin lendir á að klára málið þarf það að fara til umfjöllunar allra þriggja, þótt ein leiði það. En auðvitað á velferðarnefnd að tækla þetta mál, sem er lýðheilsumál. Nema ef við lítum á þetta mál bara sem spurningu um tekjuöflunartæki ríkisins. Þá getum við sent það til efnahags- og viðskiptanefndar. En mér finnst þetta frekar einfalt mál og ekki bara snúast um krónur og aura í bókhaldi ríkisins heldur grundvöll (Forseti hringir.) lýðheilsustefnu ríkisins, eins og kom reyndar fram hjá velferðarráðuneytinu sem hv. þingmaður sat í þegar sú athugasemd (Forseti hringir.) kom hingað inn.