154. löggjafarþing — 103. fundur,  29. apr. 2024.

stefna um stuðning Íslands við Úkraínu 2024--2028.

809. mál
[15:07]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég styð þetta mál og allar greinar þess en set fyrirvara við og mun ekki greiða atkvæði með 3. lið þar sem ég get ekki stutt aðkomu Íslands að beinum kaupum á hergögnum. Undir þeim lið eru hins vegar mikilvæg atriði sem lúta að vörnum Úkraínu gegn árásum, svo sem sprengjuleitarþjálfun, alls kyns aðrar varnir, netöryggi og varnir gegn netárásum og annað slíkt, sem ég styð heils hugar. Þetta er gott mál þegar á heildina er litið og ég mun styðja það en set fyrirvara við þetta og tek undir með hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur varðandi þinglega meðferð. Það hefði verið eðlilegt að senda þetta til umsagnar og miður að það skuli ekki hafa verið gert.