135. löggjafarþing — 104. fundur,  21. maí 2008.

tekjur af endursölu hugverka.

612. mál
[14:35]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Frú forseti. Í fjármálaráðuneytinu vinnur starfshópur sem samanstendur af starfsmönnum ráðuneytisins og fulltrúum ríkisskattstjóra og fjallar um skattlagningu endurfluttra hugverka eða hugverkaréttinda á þann hátt sem fyrirspyrjandi nefndi í inngangsorðum sínum. Sá hópur væri ekki að störfum nema vegna þess að ég tel koma til greina að hugverk eins og þessi verði skattlögð á sama hátt og fjármagnstekjur.

Ég geri ráð fyrir því að þessi starfshópur skili af sér í næsta mánuði og á grundvelli þeirrar niðurstöðu tek ég ákvörðun um það hvort lengra verður farið með málið.