150. löggjafarþing — 104. fundur,  18. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[19:01]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi það ákvæði að þeir sem nýti sér leiðina greiði sér ekki hærri laun en sem nemur 3 milljónum kr. þá er upphæðin u.þ.b. rúmlega fjórföld meðalmánaðarlaun í landinu. Alþýðusambandið kynnti nýlega tillögur og vildi ganga út frá þreföldum meðalmánaðarlaunum. Inni í því er þá hugsunin að þarna sé allt undir. Hugsunin er ekki að menn geti þá greitt sér þessi mánaðarlaun með einhverjum kaupaukum eða öðru slíku heldur sé allt innifalið. Ég hefði talið fyllilega eðlilegt að slíkt ákvæði væri sett inn vegna þess að þegar fyrirtæki eru að nýta sér úrræði stjórnvalda þá er fullkomlega eðlilegt að stjórnvöld segi: Þetta er ekki eðlilegt. Fyrirtækið er orðið hálfopinbert fyrirtæki á meðan það gerir þetta, þarf að nýta skattfé almennings til að brúa rekstrarlegt bil. (Forseti hringir.) Það var sú hugsun á bak við það.

Ég myndi svara svo seinni (Forseti hringir.) fyrirspurninni á eftir.