Bráðabirgðaútgáfa.
153. löggjafarþing — 104. fundur,  9. maí 2023.

tilhögun þingfundar.

[13:33]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill geta um tvær breytingar á áður boðaðri dagskrá í dag sem fela í sér tilfærslu á dagskrárliðum. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir því að atkvæðagreiðslur um dagskrármál 3–7 fari fram strax að loknum störfum þingsins og áður en sérstök umræða hefst. Eins er að afloknum störfum þingsins, væntanlega í kringum 14.45, gert ráð fyrir því að taka 10. dagskrármálið á undan dagskrármálum 8 og 9.