Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 104. fundur,  9. maí 2023.

aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024--2028.

860. mál
[15:44]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Jódís Skúladóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni aftur fyrir andsvarið. Ég ítreka mitt fyrra svar og tel mikilvægt að við höldum þessu samtali áfram. Þetta er um margt flókið og það má ekki halla á neinn þegar við breytum regluverkinu í kringum atvinnuþátttökuna. Því þarf að vanda vel til verka og ég hvet hv. þingmenn alla til að blanda sér í þá umræðu og að við höldum henni vakandi og komumst að einhverri gagnlegri niðurstöðu, þó að hún sé ekki á dagskrá í þessari aðgerðaáætlun.