Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 104. fundur,  9. maí 2023.

skipulagslög.

144. mál
[20:20]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Við þeirri spurningu er mjög einfalt að segja já. Eins og kom fram í máli hv. þm. Orra Páls Jóhannssonar virðist kerfisáætlun hafa stöðu innan kerfisins, sem er frekar óvenjulegt. Og nú rekur mig hreinlega ekki minni til þess hvernig nákvæmlega það gerðist að þetta fyrirkomulag var sett á. En ég held hins vegar að við þyrftum að endurskoða þetta fyrirkomulag. Þetta orðalag, að fyrirtæki leggi fyrir Orkustofnun til samþykktar, er eitt og sér náttúrlega undarlegt. Það er bara eitthvað frekar svona kerfislegt og ólýðræðislegt við það og ég held að það væri tilraunarinnar virði að skoða hvort ekki væri hægt að gera þetta með lýðræðislegri hætti og tryggja þá þátttöku almennings í því ferli og réttinn til umsagnar, því að hann er auðvitað grundvallarréttur þegar að þessu kemur.