144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[17:32]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég kann ekki svör við öllum þessum spurningum hv. þingmanns varðandi þá atburði sem hún vísar til hér. Ég kann þau svör ein sem ég er að vísa í. Ég er í rauninni að taka þátt í umræðu um þetta mál, hvernig fyrirkomulag ég tel best vera á þessum málum. Ég tala fyrir því, og vel má vera að svo hefði betur verið hér fyrr í tíð líka, að við höfum þessa armslengdarfjarlægð og reynum að skapa fjarlægð og þar með traust almennings gagnvart þessu stjórnsýslufyrirkomulagi. Ég er að tala fyrir því að við eflum sjálfstæði Bankasýslunnar og aukum gagnsæið í samskiptum við ráðherrann sem fer með þessi mál. Ég tel að þær breytingar sem verið er að leggja til hér gangi ekki í þá átt.