144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

tilkynning.

[19:44]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseta hefur borist eftirfarandi dagskrártillaga og eftirfarandi bréf:

„Við undirrituð gerum það að tillögu okkar, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að dagskrá næsta fundar verði svohljóðandi:

1. Störf þingsins.

2. Raforkulög (kerfisáætlun, EES-reglur), stjórnarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra, 305. mál, þskj. 1005, nefndarálit á þskj. 1091 og 1226, breytingartillaga á þskj. 1092 og 1227, 3. umr.

3. Stefna stjórnvalda um lagningu raflína, stjórnartillaga iðnaðar- og viðskiptaráðherra, 321. mál, þskj. 392, nefndarálit á þskj. 973 og 986, framhaldsnefndarálit á þskj. 1228, framhald síðari umr.

Við óskum eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefnda grein þingskapa.“

Undir þetta bréf rita Jón Þór Ólafsson, Katrín Júlíusdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Björt Ólafsdóttir.

Með skírskotun til 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga er það svo að þegar dagskrártillaga berst og fundur er ekki ályktunarbær er dagskrártillagan borin upp og greidd atkvæði um hana í upphafi næsta fundar, sem verður á morgun, og tillagan ekki sett á dagskrá.